Krossinn og táknmynd hans

HORFÐU Á FYRIRLESTURINN

SKILABOÐ TIL ÞÍN

HLUSTAÐU Á FYRIRLESTURINN

LESEFNI

Con Dios, bls. 96

Við hvetjum ykkur til að vera dugleg að lesa í bókinni fyrir hvern tíma.

Lesblindir og sjónskertir eiga rétt á að nálgast Con Dios á hljóðbók á Blindrabókasafninu.

BIBLÍAN OKKAR

Sagan okkar í þessum kafla er ein sú allra þekktasta saga Biblíunnar og fjallar um krossfestingu Jesú. Þessi frásögn er tekin úr Lúkasarguðspjalli.

PÍSLARSAGAN

Með Jesú voru og færðir til lífláts aðrir tveir sem voru illvirkjar.Og er þeir komu til þess staðar sem heitir Hauskúpa krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri.Þá sagði Jesús: „Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera.“
En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér.Fólkið stóð og horfði á og höfðingjarnir gerðu gys að honum og sögðu: „Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi.“ 

Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik og sögðu: „Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér.“
Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.
Annar þeirra illvirkja sem krossfestir voru hæddi hann og sagði: „Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!“
En hinn ávítaði hann og sagði: „Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi? Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gerðir okkar en þessi hefur ekkert illt aðhafst.“Þá sagði hann: „Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!“
Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ 

Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns því sólin missti birtu sinnar. En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju. Þá kallaði Jesús hárri röddu: „Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!“ Og er hann hafði þetta mælt gaf hann upp andann. 

ÍGRUNDUN

  1. Hvers vegna heldur þú að krossinn sé tákn um kærleika?
  2. Átt þú kross?
  3. Vissir þú að krossinn er algilt tákn kristinna manna um heim allan?

VERKEFNI

Í næsta tíma ætlum við að hafa það notalegt saman og horfa á þátt. Það er velkomið að koma með teppi og púða ef þú vilt 🙂

Ef tími vinnst eftir þáttinn væri gaman að hafa smá spjall um hann, merkingu hans og hvað við getum lært af honum.

BÆN KAFLANS

Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Amen.
(Hallgrímur Pétursson)